Þegar barn byrjar á leikskólanum fylla foreldrar út lista úr kaflanum Bjargir úr bókinni Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja- til þriggja ára barna ásamt bakgrunnupplýsingum.
Deildarstjórar fylla út TRAS fyrir öll börn á leikskólanum sem er skráning á málþroska ungra barna. EFI-2 málþroskaskimun er fyrir börn á fjórða aldursári og er notuð ef þurfa þykir og Hljóm-2 fyrir þau elstu.
Ef grunur vaknar um frávik reynum við að kortleggja barnið og kanna hvar barnið sker sig úr miðað við jafnaldra, í leiknum, félagslega, mállega o.s.frv. Byrjað er að skrá niður og kanna grunnþekkingu. Finna helstu áhersluatriði sem þarf að vinna með og útbúa einstaklingsáætlun í samstarfi við deildarstjóra og foreldra.
Viðtal við foreldra, og fundið út hvernig er þetta heima? Samþykki fengið fyrir beiðni um nánari athugun og/eða tilvísun inn á þjónustumiðstöð.
Ef foreldrar hafa áhyggjur reynum við að greina vandann og sjá hvort hann birtist í leikskólanum.
Þjónustumiðstöð Laugardals- og Háaleitis er með samráðsfundi einu sinni í mánuði og getum við fengið ráðgjöf þar um næstu skref.
Íslenski þroskalistinn er sendur inn með öllum tilvísunum. Afrit af TRAS og/eða niðurstöður úr EFI-2, skráningar, bakgrunnsupplýsingar og góðar lýsingar sérstaklega ef um hegðunarvanda er að ræða. ADHD-listi fylgir umsóknum fyrir 4 ára og eldri (eintak frá foreldrum og eintak frá leikskóla) og SDQ-listi fyrir 5 ára.
Til að finna út styrkleika og veikleika barns og fylgjast með framförum eru notaðir viðurkenndir listar og er einstaklingsáætlun unnin út frá þeim í samstarfi við sérkennsluráðgjafa á þjónustumiðstöð og foreldra. Fundir með ráðgjöfum og foreldrum eru haldnir reglulega eða eftir þörfum.
Upplýsingum um börn með sérþarfir er skilmerkilega komið til skila í grunnskólann og frístundaheimili
Foreldrum er gjarnan bent á námskeið Heilsugæslunnar: Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar á vegum Heilsugæslunnar eða önnur námskeið eða úrræði á vegum þjónustumiðstöðvar.