Almennt
Niðurgangur getur verið vegna bakteríu- , veiru- eða sníkjudýrasýkingar. Kviðverkir, uppköst og niðurgangur geta einnig verið einkenni annarra sýkinga utan meltingarvegs, s.s. hálsbólgu, eyrnabólgu og þvagfærasýkingar.
Meðal ung- og smábarna er ástæða niðurgangs oftast veirusýking. Sérstaklega nóróveiran og rótaveiran sem eru sér í lagi algengar yfir vetratímann.
Smit berst á milli einstaklinga við snertingu eftir smit frá hægðum eða magainnihaldi. Nóróveiran er sérstaklega lífseig og lifir mjög lengi á hlutum og getur verið erfitt að eyða.
Bakteríusýkingar eins og salmonella eða kamfýlóbakter, berast á milli með fæðu og eru ekki eins smitandi eins og veirusýkingar.
Hreinlæti er því mjög mikilvægt eftir klósettferðir eða bleiuskipti. Einnig að barn komi aftur áður en einkenni eru gengin yfir að fullu.
Einkenni
Algengastu einkenni sýkingar í meltingarvegi eru uppköst, niðurgangur, kviðverkir og etv hiti. Kviðverkir koma oft í lotum eða kviðum. Einkenni geta verið breytileg, allt eftir orsök.
Meðferð
Mikilvægt að barnið drekki vel til að hindra vökvatap og ofþornun, en meiri hætta er á því ef barnið er með hita fyrir utan uppköst og niðurgang. Mjög sjaldan er þörf á lyfjameðferð vegna niðurgangs eða ælupestar, en í einstaka tilfellum getur verið þörf á vökvagjöf í æð.
Hafa skal samband við lækni ef:
- Um er að ræða ungabarn
- Blóð í hægðum eða miklir verkir í kviðarholi
- Barnið er slappt og sýnir umhverfinu litla athygli
- Barnið drekkur nánast ekki neitt eða líður langt á milli þess að barnið pissi.
Sótt af http://www.hsve.is/page/nidurgangur-og-aelupest þann 9. október 2015