Leikskólinn Vinagarður óskar eftir að ráða leikskólakennara og aðstoð í eldhús
Vinagarður er rekinn af KFUM og KFUK á Íslandi og leggur áherslu á kristilegt siðgæði og trúarlega uppeldismótun. Gildi leikskólans eru trú, von og kærleikur.
Leikskólinn Vinagarður er 5 deilda leikskóli á besta stað í Laugardalnum. Áherslur okkar eru málrækt, hreyfing og skapandi starf í gegnum leik. Áhugi okkar snýr að lýðræðismenntun, skapandi hugsun, menningu og dalnum okkar. Við leggjum upp með góðan starfsanda þar sem áhersla er lögð á liðsheild, jákvæð samskipti og lausnarmiðaða hugsun.
Leikskólakennari
Ráðningartími er frá 15. ágúst 2016
Starfshlutfall er 100%
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun
- Góðir samskiptahæfileikar
- Áhugi á að vinna með börnum
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Gott vald á íslensku
Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða með reynslu af starfi með börnum.
Aðstoð í eldhúsi
Ráðningartími er frá 15. ágúst 2016
Starfshlutfall er 100% (vinnutími 8:00-16:00)
Umsjón með uppvaski og þvotti á handklæðum, viskastykkjum og fl. Aðstoð við matargerð, bakstur og annað sem til fellur í eldhúsi.
—
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Áhugasamir sendi umsókn og ferliskrá á netfangið leikskoli@kfum.is.