sorur1Kæru foreldrar

Nú býðst ykkur stórkostlegt tækifæri til að kaupa gómsætar Sörur sem við starfsstúlkurnar á Vinagarði höfum verið að dunda okkur við að búa til. Þannig háttar til að við höfum lagt drög að námsferð til Brighton á vordögum og þessi Sörusala er liður í fjármögnun ferðarinnar.
Kassi með 30 Sörum kostar 5000 krónur.

Salan fer fram föstudaginn 5. febrúar, vinsamlegast athugið að við getum aðeins tekið við reiðufé.