Nú hefur starfsáætlun vetrarins og skóladagatal verið birt á vefsíðu leikskólans. Í starfsáætlun er yfirlit um störf síðasta starfsárs og helstu áherslur og umbótaverkefni komandi árs. Í skóladagatalinu eru upplýsingar um skipulagsdaga og aðra frídaga sem foreldrar ættu að kynna sér vel.