Því miður hefur komið upp Covid 19 smit hjá starfsmanni á leikskólanum. Starfsmaðurinn var ekki í beinum samskiptum við börn og því hafa þau ekki verið útsett fyrir smiti. Allt starfsfólk Vinagarðs þarf hins vegar að fara í sóttkví og verður leikskólinn því lokaður föstudag, mánudag og þriðjudag. Starfsfólk í sóttkví fer í sýnatöku á þriðjudag og að öllu óbreyttu ætti því að vera hægt að opna leikskólann aftur miðvikudaginn 11. ágúst.
Við ítrekum að börnin eru ekki útsett fyrir smiti samkvæmt skilgreiningu rakningarteymis Ríkislögreglustjóra og þurfa því ekki að fara í sóttkví.