Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi mánudaginn 2. nóvember vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda. Vinagarður verður því lokaður þann dag en við opnum aftur þriðjudaginn 3. nóvember. Foreldrar mega vænta nánari upplýsinga á mánudaginn.