Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa nú gefið út gagnlegan gátlista um heilsufar leikskólabarna. Þar eru m.a. leiðbeiningar um við hvaða aðstæður barn á að vera heima. Leikskólinn hvetur foreldra til þess að kynna sér listann vel en hann er aðgengilegur á vef heilsugæslunnar.
Einnig er vert að minna á upplýsingar um smitsjúkdóma barna sem er að finna hér á vef Vinagarðs.