Mánudaginn 16. september verða haldnir foreldrafundir á deildum leikskólans. Fundirnir hefjast kl. 20 og á þeim mun starfsfólk fara yfir starfið og helstu atriði sem þurfa að koma fram í samskiptum foreldra og skóla. Eftir fundina fer fram aðalfundur foreldrafélagsins þar sem ársskýrsla og ársreikningar verða lagðir fram auk þess sem kosið verður í nýja stjórn.
Mikilvægt er að a.m.k. einn frá hverju barni mæti á fundina.