Almennt
Njálgur er lítill ormur og algengasta sníkjudýrið í meltingarvegi manna. Eftir smit nær njálgur fullum þroska í meltingarvegi á 2-6 vikum. Njálgur er á hreyfingu og verpir eggjum við endaþarmsopið að næturlagi. Eggin eru mjög lífseig og geta lifað í allt að 3 vikur t.d. í rúmfötum, leikföngum eða ryki.
Smitleið
Algengast að eggin berist á milli frá fingrum og uppí munn. Njálgur er sjaldgæfur hjá bleyjubörnum og fullorðnum en algengari hjá börnum á aldrinum 5-8 ára.
Einkenni
- Kláði við endaþarmsop (mest áberandi á kvöldin).
- Svefntruflanir.
- Erting í leggöngum.
- Lystarleysi.
- Eirðarleysi.
- Getur einnig verið einkennalaus.
Greining
Ormar sjást við endaþarmsop eða í hægðum eins og litlir hvítir þræðir, allt að 1cm. Best að leita þegar barn finnur fyrir einkennum og einnig gott að nota vasaljós. Hægt er að gera svokallaða límbandsprufu (frekari upplýsingar hjá hjúkrunarfræðingi/lækni) ef þörf er á.
Meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðir
- Meðhöndla þarf alla fjölskylduna.
- Hægt er að kaupa lyf í lausasölu eða fá með lyfseðli.
- Mikilvægt að endurtaka lyfjameðferð eftir 2 vikur.
- Handþvottur, sérstaklega eftir salernisferðir og fyrir mat.
- Almennt hreinlæti á hurðarhúnum, klósettsetum og leikföngum.
- Skipta daglega um nærföt.
- Þvo rúmföt og nærföt við minnst 60°C.
- Klippa neglur.
Sótt af http://www.hsve.is/page/njalgur þann 9. október 2015.