Á jólaballi Vinagarðs fá öll börnin litlar gjafir frá jólasveinunum. Af því þeir hafa svo mikið að gera hafa þeir beðið foreldrana að hjálpa sér að pakka inn 120 gjöfum fyrir jólaballið.
Vegna þessa ætlum við að halda aðventukvöld þann 27. nóvember klukkan 20:30 þar sem boðið verður upp á jólaglögg og smákökur og við pökkum saman inn jólagjöfunum.
Mæting foreldra í fyrra var ekki nógu góð, en einungis mættu um fimm foreldrar. Við hvetjum ykkur því til að sýna lit og aðstoða við að pakka inn jólagjöf foreldrafélagsins ykkar, til barnsins ykkar og á sama tíma eiga góðan tíma með öðrum foreldrum og starfsfólki leikskólans.