Hin árlega vorhátíð leikskólans á Vinagarði verður haldin laugardaginn 5. maí milli klukkan 11-13. Þar gefst foreldrum, ömmum og öfum ásamt öðrum velunnurum tækifæri til þess að fræðast um leik og starf barna á leikskólanum og skemmta sér saman.
Opið verður á öllum deildum leikskólans, þar sem gestir og gangandi geta skoðað verk og gersemar barnanna okkar sem unnin hafa verið á skólaárinu.
Að venju verður hoppukastali á staðnum ásamt því að öllum verður boðið upp á grillaðar pylsur ásamt drykkjum.
Basarinn verður á sínum stað og hægt verður að kaupa kleinuhringi. Við hvetjum alla foreldra til að koma með eitthvað skemmtilegt á basarinn, hvort sem það er matarkyns, handverk eða af öðrum toga.
Einnig tökum við mjög vel á móti öllum hjálparhöndum sem vilja leggja okkur lið, fyrir, á meðan og við lok hátíðarinnar.