Ó, seg mér, fuglinn frjálsi
sem flýgur inn í skóg.
Hví ertu alltaf glaður
og átt af söngvum nóg?
Þú syngur sérhvern morgun,
þú syngur fram á nótt,
og hugljúf rödd þín hljómar
svo hrein með undraþrótt.
Þú berð ei dýran búning,
þú býrð við kjörin þröng.
En laus við kapp og kvíða
þú kvakar dægrin löng.
Þú uppskerð aldrei kornið,
því ekki kanntu’ að sá.
En samt þú alltaf syngur
af sælli hjartans þrá.
Texti: Johan Ludvig Runeberg – Ólafur Jóhannson
Lag: Chr. W. Gluck