Vinagarður býður foreldrum og starfsfólki á leikskólanum að kaupa tilbúnar máltíðir frá veitingaþjónustunni Yndisauka. Fyrirkomulagið er þannig að mat þarf að panta í síðasta lagi 23:59 á fimmtudegi vikuna á undan. Yndisauki kemur svo með matinn í kæli frammi á gangi í leikskólanum (við kaffistofu starfsfólks) og foreldrar sækja matinn þangað. Máltíðir eru afhentar á þriðjudögum og fimmtudögum.
Val er um máltíðir A eða B og eru keyptar máltíðir fyrir bæði þriðjudag og fimmtudag.
Foreldrar panta og greiða fyrir matinn í gegnum greiðslusíðu Vinagarðs.
2 fullorðnir
6000 kr.
2 fullorðnir + 1 barn
7240 kr.
2 fullorðnir + 2 börn
8480 kr.
2 fullorðnir + 3 börn
9720 kr.