Nýtt samkomulag við Reykjavíkurborg felur í sér nokkuð breytt fyrirkomulag á innritun barna í leikskólann Vinagarð. Reykjavíkurborg mun innrita í sjálfstætt starfandi leikskóla á tímabilinu 1.mars til 15.apríl og þá þurfa umsóknir um pláss í Vinagarði að vera inni á umsóknarvef Reykjavíkurborgar. Allir sem eru á biðlista í Vinagarði munu fá tölvupóst á næstu vikum með leiðbeiningum um hvenær og hvernig þetta ferli verður ení stuttu máli þarf að gera nýja umsókn um pláss í Völunni hjá borginni eða uppfæra leikskólaval ef barnið er þegar með umsókn um borgarrekinn leikskóla. Til þess að eiga möguleika á plássi í Vinagarði þarf að setja hann í fyrsta val. Við reiknum með að bjóða um 20 nýjum börnum pláss hjá okkur næsta vetur. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjórnendur.