Í dag fór allt starfsfólk hjá okkur í skimun og erum við núna jafnt og þétt að fá inn niðurstöður. Sem betur fer eru langflestir ekki smitaðir en smitin virðast ætla að vera 5 í hópi starfsfólks og þegar vitum við um tvö smit hjá börnum á Uglugarði en þau eiga öll að hafa fengið boðun í skimun á morgun. Vonandi gengur ykkur sem allra best í því verkefni en til þess að börnin ljúki sóttkví þarf að liggja fyrir neikvæð niðurstaða eða 10 daga einangrun.
Á meðan leikskólinn var lokaður var hann sótthreinsaður eins og vera ber. Á morgun fimmtudaginn 12.ágúst getum við opnað þrjár deildir, Ungagarð, Grísagarð og Kópagarð en við þurfum aðeins lengri tíma til að skipuleggja opnun Lambagarðs og Uglugarðs sem við stefnum á að opna á mánudaginn 16.ágúst.
Við verðum í sambandi við þá foreldra sem áttu að vera með börn í aðlögun í þessari viku og næstu þar sem það skipulag fer aðeins úr skorðum.
Kærar þakkir fyrir stuðning og skilning á þessum aðstæðum, ég hefði gjarnan viljað haga upphafi skólaársins á annan veg en vonandi fer nú að sjást fyrir endann á þessu.