Í dag er staðan sú að tveir starfsmenn til viðbótar hafa greinst með Covid 19 og voru báðir á sömu deildinni. Því hefur smitrakningarteymi Ríkislögreglustjóra tekið ákvörðun um að öll börn sem voru á deildinni miðvikudag og fimmtudag skuli fara í sóttkví í 7 daga talið frá fimmtudeginum. Foreldrar barnanna hafa fengið viðeigandi upplýsingar.
Önnur börn á leikskólanum þurfa ekki að fara í sóttkví en foreldrar eru hins vegar beðnir að fara með þau í sýnatöku ef þau sýna minnstu einkenni.
Starfsmenn Vinagarðs eru í sóttkví og hafa fengið boð í sýnatöku á miðvikudagsmorgunn. Það er því ljóst að leikskólinn verður lokaður a.m.k. út miðvikudaginn.
Við munum halda foreldrum upplýstum um stöðuna á miðvikudagskvöldið þegar niðurstaða liggur fyrir og tilkynna þá hvenær hægt verður að opna leikskólann í heild eða einstaka deildir eftir aðstæðum. Börn sem eru í sóttkví mega ekki mæta aftur í leikskólann fyrr en neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir.