Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur ár hvert þann 6. febrúar. Að þessu sinni lendir hann á laugardegi og því var áætlað að bjóða foreldrum að mæta á opna söngstund í leikskólanum daginn áður. Vegna samkomutakmarkana reynist það þó ekki mögulegt en þess í stað verður söngstund af Vinagarði streymt í Facebook hópi leikskólans föstudaginn 5. febrúar 2021 kl. 15:00. Foreldrar eru hvattir til þess að fylgjast með.