Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólann Vinagarð Holtavegi 28
Vinagarður er sjálfstætt starfandi leikskóli rekinn af KFUM og KFUK á Íslandi. Skólinn er fimm deilda leikskóli staðsettur í jaðri Laugardals þar sem stutt er í skemmtilegar gönguleiðir og opin náttúrusvæði. Í stefnu skólans er lögð rík áhersla á kærleiksríkt og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Í leikskólanum er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi, málörvun, stærðfræði, hreyfingu, vettvangsferðir, samskipti og sköpun. Við Leggjum áherslu á góð og jákvæð samskipti. Þar sem hver einstaklingur fær tækifæri til að rækta hæfileika sína.
Einkunnarorð Vinagarðs og leiðarljós í starfi eru: Trú, von og kærleikur.
Helstu verkefni og ábyrgð
Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun eða önnu uppeldismenntun.
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg.
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum .
- Frumkvæði í starfi.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar
Upplýsingar gefa María Sighvatsdóttir leikskólastjóri og María Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 553-3038.