Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða breytingar á föstum liðum hér í leikskólanum sem við höfum haldið á aðventunni.
- Aðventukaffið fellur niður fyrir foreldra en við munum halda það fyrir börnin og mun hver deild útfæra það á sinn hátt.
- Jólaballið verður haldið með börnunum á leikskólatíma án foreldra og munum við gera okkur glaðan dag , syngja og dansa.
- Rauðklæddir sveinar verða á sveimi kringum leikskólann einhvern daginn í desember og vonandi verður það skemmtilegt.
- Elstu deildarnar munu fara á aðventunni í Kaffi Flóru og eiga þar notalega stund með heitt kakó og piparkökur og að sjálfsögðu munum við syngja nokkur jólalög og kannski dansa í kringum jólatré.
- Það er óljóst með kirkjuferð og mun það skýrast betur þegar líður fram í desember hvort farið verður eða ekki.
- Munið það verður lokað á milli jóla og nýárs. Opnað verður aftur mánudaginn 4. janúar.
Njótið þess að eiga góðar og rólegar stundir á aðventunni, það er það sem börnin þurfa mest á að halda núna. Við finnum mjög vel að börnin þurfa á reglu, rútínu og rólegheitum að halda. Þetta haust er búið að taka verulega á hjá starfsfólkinu okkar.
Kærleiks kveðja frá okkur öllum á Vinagarði