Vorhreingerning 9. maí
Fimmtudaginn 9. maí kl. 16:30 ætlum við foreldrar að taka höndum saman og taka til á leikskólalóðinni. Eins er stefnan að mála eð sniðugt og skemmtilegt á malbikið við hliðina á rónunum t.d. parís ofl. Það verður málning og penslar á svæðinu. Að því loknu verða grillaðar pylsur í boði 😊 Hvetjum sem flesta til að mæta og gera fínt fyrir vorhátíðina 👌
Vorhátíð 11. maí
Laugardaginn 11. maí verður opið hús í leikskólanum kl. 11:00-13:00 og á sama tíma verður vorhátíð foreldrafélagsins haldin.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki. Við búumst við miklu fjöri enda verður hoppukastali á staðnum og andlitsmálning fyrir hressa krakka. Einnig verður foreldrafélagið með basar og við hvetjum alla til að koma með eitthvert góðgæti á basarinn og mun ágóðinn af sölunni renna í foreldrafélagið.