Þann 11. febrúar ár hvert er 112 dagurinn haldinn hátíðlegur. Í dag veitti Rauði Kross Íslands starfsmönnum á Vinagarði viðurkenningu fyrir fumlaus viðbrögð þegar þær framkvæmdu endurlífgun á samstarfskonu sinni.
Það var í apríl 2018 sem Sesselja, starfsmaður á Ungagarði, fór skyndilega í hjartastopp á kaffistofu starfsfólks. Með henni þar voru þá Hulda, Ragnhildur, Kasia og Anna Peta (Pippa). Þær hófu umsvifalaust endurlífgun á Sessu og hringdu eftir hjálp. Sessu var komið undir læknishendur og náði bata undraskjótt.
Það er alveg ljóst að þær Hulda, Ragnhildur, Kasia og Pippa björguðu lífi Sessu okkar og við á Vinagarði erum einstaklega stolt af afreki þeirra. Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk fari reglulega á skyndihjálparnámskeið til þess að geta brugðist rétt við í slíkum aðstæðum.