Á vorhátíð leikskólans færðu nokkrir núverandi og fyrrverandi nemendur leikskólanum vörubíla að gjöf. Gjöfin er til minningar um afa barnanna, Guðmund M. Guðmundsson sem smíðaði þá, en hann lést á síðasta ári. Krökkunum þótti tilvalið að fleiri fengju að njóta þess að leika með bílana og færðu því leikskólanum þá að gjöf. Vonast þau til þess að þeir komi í góðar þarfir við efnisflutninga í sandkössum leikskólans á komandi árum.

Frá afhendingu vörubílana á vorhátíð leikskólans. Frá vinstri Guðmundur Birkir (5 ára), Jónas (9 ára), Friðrik Kári (9 ára), Emma (5 ára) og Sindri Steinn (5 ára) færa Mæju leikskólastjóra vörubíla að gjöf til minningar um afa sinn Guðmund M. Guðmundsson sem smíðaði þá (á myndina vantar Matteu Millu (3 ára), Óskar (12 ára) og Katrínu Heklu (13 ára)).

 

Mattea Milla Halldórsdóttir prófar einn bílanna