Þá er komið að hinum árlega og frábæra þrifadegi leikskólans. Í ár er það miðvikudagurinn 2. maí* frá kl.16:30 sem foreldrar og forráðamenn barna á Vinagarði koma saman, eftir leikskóla, og taka til hendinni við að hreinsa og fegra leikvöll barna okkar.
Hér er markmiðið að allir leggi hönd á plóg við að gera umhverfi barna okkar hreinna, betra og fegurra. Mætum öll ásamt börnum okkar og leikum okkur, fegrum og grillum svo enginn fari svangur heim.
*Að sjálfsögðu er þetta viðmiðurnardagsetning sem gæti breyst ef verðurútlit er ekki hið ákjósanlegasta á þessum degi.
Uppfært 2. maí 2018 kl. 12:17:
Kæru foreldrar
Vegna slæmra veðurskilyrða ætlum við að fresta vorhreingerningunni um óákveðin tíma.
Kveðja Maja og Kristín Helga