endurlifgunÁrlegt fræðslukvöld foreldrafélagsins verður haldið mánudagskvöldið 14. mars kl. 20:00 á Uglugarði.

Farið verður yfir slysaforvarnir og skyndihjálp vegna algengra áverka eða veikinda hjá börnum. Þetta er eitthvað sem foreldrar ættu að vera með á hreinu og því eru allir hvattir til að mæta.

Önnur dagskrá:

  • Stofnfundur Foreldrafélags Vinagarðs leikskóla KFUM og KFUK.
    Foreldrafélagið var stofnað í febrúar 2001 en hefur til þessa dags verið rekið án eigin kennitölu, þ.e. á kennitölu leikskólans. Nú hefur stjórn foreldrafélagsins ákveðið að stofna sérstaka kennitölu fyrir félagið. Því verður formlegur stofnfundur Foreldrafélagsins haldinn á fræðslukvöldinu. Hlutverk hans er að samþykkja lög félagsins og að kjósa í stjórn. Stofnfélagar verða allir foreldrar á Vinagarði.
  • Starfsfólk Vinagarðs fær afhent gjafabréf upp á einn frídag á launum í boði foreldra.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

Stjórnin